Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Fyrsti laxinn, átta punda hængur, veiddist í Straumunum í Borgarfirði í vikunni. LAXVEIÐITÍMABILIÐ hefst formlega í dag er veiðimenn kasta agni sínu í Norðurá og Blöndu. Reyndar mun fyrsti lax sumarsins, átta punda hængur, hafa veiðst í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, á mánudaginn var. Björn Pétursson hafði fengið leyfi landeigenda til að egna fyrir sjóbirting en landaði þá laxi í veiðistaðnum Bugtinni. Stangaveiðifélag Reykjavíkur selur annars leyfi í Straumana og hefst veiðin einnig þar í dag. MYNDATEXTI Draumur veiðimannsins Flesta laxveiðimenn dreymir um að ná 20-pundurum, eins og þessum sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson veiddi í Vatnsdalsá og sleppti aftur. Veiðimálastofnun segir afar mikilvægt að stórlaxinum sé sleppt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar