Skemmtigarðurinn í Grafarvogi

Jakob Fannar Sigurðsson

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi

Kaupa Í körfu

Þetta byggist aðallega á því að taka fólk í hópefli og skipuleggja allskonar leiki fyrir það, segir Eyþór Guðjónsson um Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem var opnaður nýlega í Gufunesinu. Er garðurinn sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi að sögn Eyþórs. Eyþór á og rekur garðinn með konu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, en þau segja starfsemina fara betur af stað en þau þorðu að vona. Þrátt fyrir krepputíð sé mikil ásókn í hópefli og hvers kyns skemmtan og gjarna sé garðurinn fullbókaður frá morgni til kvölds. Er það skoðun þeirra að meiri þörf sé nú en oft áður á að fólk þjappi sér saman og geri sér glaðan dag. MYNDATEXTI Í sigtinu Hægt er að klæða sig upp í feluliti og skiptast á skotum, í lasertag fyrir yngstu kynslóðina og litbolta fyrir þá eldri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar