Öldulaug slær í gegn

Heiðar Kristjánsson

Öldulaug slær í gegn

Kaupa Í körfu

Í LOK maí var opnuð fyrsta og jafnframt eina öldulaug á Íslandi ásamt stærstu rennibraut landsins á Álftanesi. Rennibrautin er 80 m löng og 10 m há. Öldulaugin var keypt inn frá fyrirtækinu API Waterfun í Þýskalandi en laugin líkir eftir öldugangi. David Park, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi, segir að hugmyndin að íþróttamiðstöðinni hafi kviknað árið 2006 og var hún samþykkt á bæjarstjórnarfundi sama ár. Síðan sundlaugin var opnuð hefur verið gífurlega góð aðsókn en um opnunarhelgina mættu 3000 gestir í laugina. MYNDATEXTI Öldulaug David Park, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, með nýju rennibrautina í baksýn. HÖF. Reynir Þorbjarnarson, Jónas Guðjónsson og Ásgeir Jarl Júlíusson, nem. í Varmalandsskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar