Blóð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Blóð

Kaupa Í körfu

Það er kunnara en frá þurfi að segja að samfélagsleg óáran er jafnan fyrirtaks gróðrarstía fyrir listsköpun hverskonar, og sú fjárhagslega óöld sem ríkt hefur hér á landi undanfarin misseri hreinlega æpti á að bálreið pönksveit sprytti upp úr tíðarandanum með hnefasteytingum og uppréttum löngutöngum. Þrír bráðvaskir kennarar úr Norðlingaskóla, þeir Björn, Þráinn og Björn, hafa hér svarað kallinu með látum, eins og pönks er von. Hljómsveitin heitir Blóð og platan, sem er fjögurra laga stuttskífa, nefnist Fólkið heimtar blóð. MYNDATEXTI Bilun Gangi pönk almennt út á smekkleysu þá hefur hljómsveitin Blóð náð markmiði sínu með bravúr, segir gagnrýnandi meðal annars í dómnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar