Eva Joly

Eva Joly

Kaupa Í körfu

Eva Joly virðist enginn ógnvaldur spillingarafla við fyrstu sýn. Í heimildarmynd, sem sýnd var í Sjónvarpinu á miðvikudag, birtist hæglát kona á sjötugsaldri, sem hefur unun af að rækta garðinn sinn og vill láta gott af sér leiða. Þessi skarpgreinda kona er holdgervingur baráttu gegn spillingu. Sú barátta hefur margoft tekið á. Í myndinni nefndi Joly að hún hefði haft lífverði í sex ár, á meðan mesta fárviðrið vegna Elf-málsins gekk yfir. Þar af bjuggu vopnaðir verðir inni á heimili hennar og eiginmannsins um rúmlega tveggja ára skeið. MYNDATEXTI Gegn spillingu Eva Joly

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar