Landsliðsæfing

Landsliðsæfing

Kaupa Í körfu

BÁÐIR markverðirnir okkar eru í mjög góðu standi og það er mikil samkeppni þeirra á milli um markmannsstöðuna fyrir leikinn gegn Hollendingum, sagði Bjarni Sigurðsson markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Morgunblaðið. Gunnleifur Gunnleifsson hefur varið mark Íslands í undanförnum leikjum í undankeppni HM en Árni Gautur Arason, jafnaldri hans, býr yfir mikilli reynslu og á 66 landsleiki að baki. Árni meiddist reyndar aðeins á fingri í síðasta leik í Noregi en það háir honum ekkert. Hann og Gunnleifur eru báðir í mjög góðri æfingu og tilbúnir í slaginn, sagði Bjarni Sigurðsson, sem sjálfur varði mark Íslands í 41 leik á árunum 1990 til 1991.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar