Vísabikarinn - dregið í 32 liða úrslitum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vísabikarinn - dregið í 32 liða úrslitum

Kaupa Í körfu

MÉR líst illa á þetta. Ég held að Ásmundur búi yfir mikilli þekkingu á því hvernig ég mun búa KR-inga undir þennan leik, sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR-inga, léttur í gær eftir að ljóst varð að þeir munu mæta lærisveinum Ásmundar Haraldssonar í Gróttu í miklum nágrannaslag þegar 32 liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu fara fram, en dregið var í gær. Ásmundur og Logi þjálfuðu einmitt saman það sem líklega má kalla lélegasta lið Íslandssögunnar, KF Nörd, sem um voru gerðir sjónvarpsþættir á sínum tíma. MYNDATEXTI Dró meistarana Sigurður Örn Ágústsson, fyrirliði utandeildarliðsins Carls, dró nafn Íslandsmeistara FH úr skálinni og Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, var heldur betur skemmt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar