Landsliðsæfing

Landsliðsæfing

Kaupa Í körfu

FÁIR Íslendingar þekkja hollenska fótboltann betur en Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sem lék í fimm ár í Hollandi við góðan orðstír. Pétur sagði við Morgunblaðið að hollenska liðið væri alltaf í miklu uppáhaldi hjá sér en hann sæi jafnframt ákveðna möguleika gegn því fyrir íslenska landsliðið, sem tekur á móti Hollendingum í undankeppni HM á Laugardalsvellinum annað kvöld. MYNDATEXTI Frískir Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðsson, Stefán Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Arnór Smárason eru hér fremstir í flokki á æfingu fyrir leikinn gegn Hollandi annað kvöld. Íslenska liðið tapaði 2:0 fyrir Hollendingum í fyrri leik þjóðanna í keppninni síðasta haust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar