Veiði hefst í Norðurá í Borgarfirði

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Veiði hefst í Norðurá í Borgarfirði

Kaupa Í körfu

Valdi bleika flugu fyrir ófædda stúlkuna Þau voru lukkuleg hjónin Marinó Marinósson og Kalla Ingvadóttur þegar fyrsta laxi sumarsins í Norðurá hafði verið landað og sleppt. Marinó er stjórnarmaður í SVFR og veiddi einnig fyrsta laxinn í fyrra. Þetta var 66 sentimetra hrygna sem tók túbuna Maríu, sagði Marinó og tók fram að túban sú væri þeim hjónum mjög kær. Þegar við vorum hér í fyrra var Kalla ófrísk. Við áttum tvo stráka fyrir og létum okkur dreyma um stelpu. Við höfðum farið í sónar og fengum umslag í hendurnar þar sem kyn barnsins var skráð. Við gerðum okkur ferð niður að Myrkhyl áður en veiði hófst og opnuðum þar umslagið og í ljós kom að stúlka væri á leiðinni. MYNDATEXTI Lukkuflugan Hjónin Marinó Marinósson og Kalla Ingvadóttir með túbufluguna Maríu sem hefur reynst þeim afar vel í Norðurá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar