Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir

Kaupa Í körfu

Hlé á veisluhöldum hjá sjófuglinum á meðan skipin liggja bundin við bryggju. SJÓMANNADAGURINN er haldinn hátíðlegur um allt land í dag í 71. sinn. Á þessum árlega hátíðisdegi sjómanna liggja flestar fleytur bundnar við bryggju og sjómenn og fjölskyldur þeirra gera sér glaðan dag. Sjómannadagurinn er reyndar sannkölluð þjóðarhátíð, enda vandfundinn sá Íslendingur sem ekki tengist hetjum hafsins á einhvern hátt. Í sérhverju sjávarplássi klæðist fólk í sitt fínasta púss, tekur þátt í fjölbreyttum hátíðahöldum og heiðrar aldnar kempur, sem nú eru komnar í land eftir ævistarf á sjó. Kríur, mávar og múkkar munu líklega hafa sig hæg í dag, enda lítil von um æti frá fiskiskipum á þessum degi. Það var hins vegar nóg að fá þegar Aðalbjörgin RE var á leið til Vestmannaeyja úr róðri í síðustu viku í blíðskaparveðri. Þá kættist fuglinn yfir slóginu sem kastað var yfir borðstokkinn og tróð í sinn gogg. Árni Sæberg ljósmyndari var um borð í varðskipinu Ægi, sem sinnti reglubundnu eftirliti á miðunum, og notaði tækifærið til að mynda Aðalbjörgu og önnur fley.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar