Einar Ólafsson

Einar Ólafsson

Kaupa Í körfu

Þú vilt ganga þinn veg, eg vil ganga minn veg, söng hann sem frægt er snemma á áttunda áratugnum. Einar Ólafsson var barnastjarna með allri þeirri athygli og háði sem því getur fylgt. Hlaut m.a. viðurnefnið Einar áttavillti. Hann segir þessa upplifun hafa haft stefnumótandi áhrif á líf sitt og það tók hann hátt í þrjá áratugi að gera upp við fortíðina. Það gerði Einar á endanum með góðum styrk frá Guði og í dag er lífið bjart og yndislegt. MYNDATEXTI Frjáls Einar Ólafsson er mikill áhugamaður um gömul mótorhjól. Hér er hann á Hondu 500/four árgerð 1973. Hún er ekin 6 þúsund mílur frá upphafi. Einar keypti þetta hjól í Bandaríkjunum fyrir rúmum tveimur árum og minnir að kaupverðið hafi verið 120 þúsund krónur (gengi dollars á þessum tíma var rúmar 60 kr.) Hann á þrjú önnur hjól, öll frá fyrri hluta áttunda áratugarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar