Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir

Kaupa Í körfu

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr, sinna fjölbreyttum verkefnum í landhelgi Íslands en hlutverk Gæslunnar er að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið og gæta ytri landamæra. Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti. Kjörorðið við erum til taks vísar á breiðum grundvelli til starfsemi Landhelgisgæslunnar í nútíð og framtíð. MYNDATEXTI Rekald Ægir hífir upp rekald sem þyrla Landhelgisgæslunnar hafði komið auga á skömmu áður vestur af Hvaleyjum á Mýrum. Rekaldið reyndist vera búkki sem notaður er við slipptöku skipa og hefði hæglega getað gatað smábáta hefðu þeir rekist á hann. Reköld eru hífð úr hafi annað veifið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar