Brynja Bragadóttir í Par X

Heiðar Kristjánsson

Brynja Bragadóttir í Par X

Kaupa Í körfu

Á milli 4 til 8% launþega verða fyrir einelti í starfi. Einelti leggst þungt á þolandann en getur líka verið kostnaðarsamt fyrir fyrirtækið. Gerendur gera sér oft ekki grein fyrir áhrifum gjörða sinna. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir hvernig einelti brýtur einstaklinginn niður og gerir hann jafnvel á endanum óvinnufæran vegna skertrar heilsu og sjálfstrausts. Hver sem er getur líka orðið þolandi eineltis á vinnustað, jafnvel sterkustu einstaklingar sem einhvern veginn lenda á röngum stað á röngum tíma, segir dr. Brynja Bragadóttir, mannauðsráðgjafi hjá ParX og sérfræðingur í streitu- og eineltismálum. MYNDATEXTI Umræða Einelti á vinnustað má ekki vera tabú sem umræðuefni og æskilegt er að fyrirtæki setji ákveðin viðmið um hegðun starfsmanna, segir Brynja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar