Mótmæli við Austurvöll

Jakob Fannar Sigurðsson

Mótmæli við Austurvöll

Kaupa Í körfu

KUNNUGLEG hljóð bárust frá Austurvelli í gær þegar hundruð manna söfnuðust þar saman og börðu á potta og pönnur. Og á ný greip lögregla til úðabrúsa, þó ekki með gasi heldur slökkviefni, til að vinna bug á eldi sem mótmælendur höfðu tendrað. Að þessu sinni vildu þeir mótmæla samkomulagi ríkisstjórnarinnar við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave-deilunnar. Þegar mest var slagaði fjöldi mótmælenda upp í 1.000 manns. Margir köstuðu þeir smápeningum á Alþingishúsið, sem duga þó sennilega skammt fyrir skuldinni, sem þjóðin hefur nú tekið á sig. MYNDATEXTI Mótmæli við Austurvöll, lögreglan slekkur eld sem mótmælendur höfðu kveikt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar