Hústaka á Fríkirkjuvegi 11

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hústaka á Fríkirkjuvegi 11

Kaupa Í körfu

HÓPUR manna ruddist inn í Fríkirkjuveg 11 í gærkvöld til að mótmæla Icesave-samningunum umdeildu. Fólkið hrópaði hástöfum: Húsið er okkar og dró gulan fána að húni. Lögreglan mætti fljótlega á staðinn og fylgdi hústökufólkinu út úr húsinu. Allt fór friðsamlega fram. Engar skemmdir voru unnar á húsinu, sem er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fólkið komst inn í húsið með því að skríða inn um glugga og það opnaði svo margar dyr á húsinu. Enginn er búsettur í húsinu en þar er húsvörður. MYNDATEXTI Hústaka Hópurinn sem fór inn í húsið hafðist m.a. við í kjallaranum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar