Greenpeace blaðamannafundur

Heiðar Kristjánsson

Greenpeace blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

GRÆNFRIÐUNGAR segja engan markað fyrir íslenskt hvalkjöt í Japan, þar sem markaðurinn þar sé hverfandi. Þar sé nú þegar kjötfjall til í frystigeymslum sem erfiðlega gangi að koma út, en stóraukinn útflutningur þangað sé ekki álitleg viðskiptahugmynd. Þetta tilkynntu Sara Holden og Wakao Hanaoka fyrir hönd samtakanna í gær og framvísuðu upptöku og útskrift af símasamtali við hvalkjötsinnflytjanda hjá Asia Trading Co. Ltd. Í samtalinu kveðst hann ekki áforma meiri innflutning frá Íslandi. Sjávarútvegs- og frystigeymslufyrirtæki vilji ekki tengjast hvalageiranum, enda flestum stjórnað af mönnum úr bankageiranum, sem þori ekki að rugga bátnum í neinu máli. MYNDATEXTI Hvalkjöt Grænfriðungar voru í Hafsúlunni við Ægisgarð í gær, þeir segja Japönum ganga illa að koma út hvalkjöti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar