Blaðamannafundur Norrænu utanríkisráðherranna

Blaðamannafundur Norrænu utanríkisráðherranna

Kaupa Í körfu

SVÍAR munu frá og með júlíbyrjun setja aðild Íslands að Evrópusambandinu í forgang í þá sex mánuði sem þeir munu gegna formennsku í sambandinu fram til áramóta. Þetta sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að loknum blaðamannafundi norrænu utanríkisráðherranna í Reykjavík gær. Bildt boðar eindreginn stuðning Svía við aðildarumsókn Íslands. MYNDATEXTI Ráðherrar sitja fyrir svörum Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar (frá vinstri), Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Össur Skarphéðinsson, hinn finnski kollegi hans Alexander Stubb og danski utanríkisráðherrann Per Stig Møller. Nokkrir norrænir miðlar sóttu fund ráðherranna á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar