Grasagarðurinn í Laugardal

Grasagarðurinn í Laugardal

Kaupa Í körfu

GÆSIRNAR í Grasagarðinum í Laugardal virtust himinlifandi þegar þau Katrín og Jóhann heimsóttu þær og færðu þeim brauðbita í gær. Vafalaust lögðu þau þó aðallega leið sína í garðinn til að njóta nálægðarinnar við margbreytileg undur plönturíkisins fremur en að heilsa upp á vini okkar úr háloftunum. Garðurinn er ein af perlum borgarinnar á sumardögum, enda vex þar og dafnar stór hluti af íslensku háplöntuflórunni. Þar er jafnframt að finna fjölbreytt úrval erlendra plantna. Alls er að finna um 4.000 mismunandi plöntur í garðinum. MYNDATEXTI Grasagarðurinn í Laugardal - Katrín og Jóhann gefa fuglunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar