Karen á Hrauni

Jón Sigurðsson

Karen á Hrauni

Kaupa Í körfu

Birnan sem gekk á land við Hraun á Skaga er komin á Hafíssetrið á Blönduósi. Karen Helga Steinsdóttir, þá 12 ára, horfðist í augu við hana og hljóp svo heim. Ég hélt ég myndi deyja á leiðinni heim, segir Karen Helga Steinsdóttir á Hrauni, nú þrettán ára, er hún rifjar upp fund sinn við birnuna sem gekk á land á Skaga í fyrra. Birnan er nú til sýnis, uppstoppuð, í Hafíssetrinu á Blönduósi. Fyrstu íbúar landsins sem urðu á vegi hennar voru heimilishundurinn Týra, sem birnan horfði fyrst í augun á áður en hún tók eftir Karen sem vakti áhuga hennar. MYNDATEXTI Endurfundir Karen á Hrauni með birnunni sem hún kynntist svo óvænt fyrir ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar