Útiflísar og hellur

Heiðar Kristjánsson

Útiflísar og hellur

Kaupa Í körfu

Þótt timburpallar í görðum geti verið mjög fallegir fylgir þeim töluvert viðhald. Það er því sífellt orðið algengara að pallar séu búnir til úr hellum eða jafnvel útiflísum, að sögn Ásbjörns Inga Jóhannessonar, deildarstjóra söludeildar BM Vallá. Þessar útiflísar eru nýjung hjá okkur og við erum með nokkrar tegundir af þeim. Þegar þær eru nýttar í palla eru þær settar ofan á sand eða jafnvel bara beint á moldina. Við finnum greinilega fyrir því að með þessu er fólk að reyna að minnka vinnuna við pallinn þar sem það þarf ekki að bera á flísarnar eða neitt þannig. Flísarnar eru í stærðinni 40x40 sem er algengasta stærðin okkar. MYNDATEXTI Ásbjörn Ingi Jóhannesson: Það eru helst einstaklingar sem eru í ráðgjöf hjá okkur núna, bæði með nýbyggingar og gamla, gróna garða sem er verið að bæta og endurhanna. Stíllinn er þó svolítið misjafn eftir aldri húsa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar