Prestur með hestakerru

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Prestur með hestakerru

Kaupa Í körfu

Séra Arnaldur Bárðarson í Glerárkirkju býður upp á ferðir í hestvögnum um gömlu bæjarhlutana á Akureyri í sumar. Heltekinn hestakarl og vill skapa ungmennum verkefni. SÉRA Arnaldur Bárðarson í Glerárkirkju á Akureyri er heltekinn hestakarl, að eigin sögn. Hann hefur verið í hestamennsku í nærri 30 ár, haldið reiðnámskeið fyrir börn mörg sumur og ætlar nú að bjóða upp á ferðir um Akureyri í hestvögnum. Sveinn í Kálfsskinni kom að máli við mig fyrir þremur árum og vildi endilega lána mér vagn til þess að bjóða upp á svona ferðir. Ekkert varð úr því þá, en nú ákvað ég að vinda mér í þetta; ég geri þetta ekki síst til þess að útvega nokkrum ungmennum verkefni, sagði séra Arnaldur við Morgunblaðið. MYNDATEXTI Glæsilegir Séra Arnaldur Bárðarson með fólk í vagninum í Aðalstræti í gær, á leið inn að Minjasafni. Hesturinn sem dregur þennan gamla, glæsilega vagn heitir Bylur. Sonur Arnaldar, Arnaldur Vilmar, stjórnaði aftari vagninum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar