GSM sendir í Klébergsskóla

GSM sendir í Klébergsskóla

Kaupa Í körfu

Kennari taldi sig hafa veikst vegna farsímasendis á þaki skólans. Geislunin vel undir viðmiðunarmörkum, samkvæmt mælingum Geislavarna. KENNARI í Klébergsskóla á Kjalarnesi taldi sig hafa orðið fyrir svo miklum líkamlegum óþægindum af völdum geislunar frá farsímasendi á þaki skólans að hann hætti störfum, tímabundið að minnsta kosti. Þetta staðfestir skólastjórinn, Björgvin Þór Þórhallsson. Farsímasendirinn var settur upp á reykháf á þaki elstu byggingar skólans í nóvember síðastliðnum. Áður en sendirinn var settur upp kannaði skólastjórinn málið hjá menntasviði Reykjavíkurborgar og Geislavörnum ríkisins. MYNDATEXTI Klébergsskóli Farsímasendirinn var settur upp í nóvember.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar