Borgartún 31.

Heiðar Kristjánsson

Borgartún 31.

Kaupa Í körfu

Nýtt skipulag á teikniborðinu Í aðalskipulagi Reykjavíkur, 2001-2024, er Borgartúnið í fyrsta sinn tengt fjármálastarfsemi, sem eitt þriggja M5-svæða. Segir í skipulaginu að á þeim svæðum skuli fyrst og fremst vera fjármála-, hátækni- og þekkingarfyrirtæki, rannsóknarstarfsemi, hótel og þjónusta tengd þessari starfsemi. Nánar er kveðið á um útfærslur bygginga í deiliskipulagi hvers svæðis fyrir sig. Sitt sýnist hverjum um hvernig til hefur tekist í Borgartúninu. Hefur m.a. verið gagnrýnt að heildarsýn vanti fyrir götuna því gengið hafi verið frá deiliskipulagi hverrar lóðar eftir því sem eigendur þeirra vildu ráðast í framkvæmdir. Afleiðingin er götumynd sem einkennist af steypu og gleri en gefur lítið svigrúm fyrir fólk og mannlíf. MYNDATEXTI Breytt umhverfi Á að skapa meira mannlíf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar