Nýr bæjarstjóri á Akureyri

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Nýr bæjarstjóri á Akureyri

Kaupa Í körfu

Oft birtast skemmtilegar sendingar í pósthólfi tölvunnar minnar. Mér finnst t.d. alltaf jafn gaman að ljúka lestri orðsendinga frá einum kennara VMA: Bara átta kveðjur. Guðjón Ólafsson forfallinn framhaldsskólakennari. Hermann Jón Tómasson tók við starfi bæjarstjóra á þriðjudaginn af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, eins og fram kom í blaðinu í gær. Nokkur fjöldi fólks mætti til að fylgjast með fundinum. Yngsti áhorfandinn var aðeins fjögurra mánaða; Dagbjört Bára Hallgrímsdóttir, dótturdóttir Hermanns Jóns. MYNDATEXTI Stoltur afi! Hermann Jón Tómasson ásamt Hörpu dóttur sinni og fjögurra mánaða afastelpu, Dagbjörtu Báru Hallgrímsdóttur. Mæðgurnar komu á bæjarstjórnarfundinn á þriðjudag þegar Hermann Jón varð bæjarstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar