Ásdís Brynja Jónsdóttir

Jón Sigurðsson

Ásdís Brynja Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

BÓNDINN á Hofi í Vatnsdal fann gamlan kirkjugarð þegar hann var að grafa fyrir fráveitu við íbúðarhúsið. Sjást leifar af níu gröfum. Eru þær undir öskulagi úr Heklugosi frá 1104. Auk kirkjugarðsins fundust hleðslur sem taldar eru tilheyra gamalli kirkju. Guðný Zoëga, deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, segir að grafið hafi verið í kistum í garðinum og því séu grafirnar væntanlega frá því eftir kristnitöku. Nánari aldursgreiningu þurfi til að staðfesta að beinin séu ekki enn eldri. Ákvarðanir um frekari rannsókn verða teknar á næstu vikum. Fráveituframkvæmdir á Hofi bíða því um sinn. MYNDATEXTI Kirkjugarður Ásdís Brynja Jónsdóttir ásamt tíkinni Vöku við gömlu kirkjuna á Hofi í Vatnsdal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar