Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

MARGIR þingmenn, bæði úr stjórnarliðinu sem og stjórnarandstöðu, lýstu áhuga á að skoðuð verði vel tillaga Sjálfstæðisflokksins um að inngreiðslur í lífeyrissjóð verði skattlagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þetta kom fram við langar umræður um ályktun sjálfstæðismanna um aðgerðir í efnahagsmálum í gær. Í tillögunni um skatt á lífeyrisgreiðslur segir að sú aðgerð gæti aflað ríkissjóði allt að 40 milljarða kr. viðbótartekjum án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftirlaunaþega. MYNDATEXTI Á þingi Bjarni Benediktsson mælti fyrir þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins um efnahagsaðgerðir í gær og stóðu umræður yfir fram eftir degi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar