Táragasi beitt á mótmælendur á Austurvelli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Táragasi beitt á mótmælendur á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Verklag lögreglu við mannfjöldastjórnun í mótmælum vekur athygli annars staðar á Norðurlöndum. Ríkislögreglustjóri gaf fyrst út handbók og verklagsreglur um mannfjöldastjórnun árið 2002. FRAMMISTAÐA lögreglunnar við sérstakar og hættulegar aðstæður í janúar sl. sannaði með ótvíræðum hætti að mannfjöldaskipulag, sérþjálfun lögreglumanna og sérstakur búnaður var lífsnauðsynlegt til að afstýra óviðráðanlegu ástandi. Lögreglumenn héldu ró sinni og yfirvegun en árangur þeirra er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að það var fyrst árið 2001 sem ríkislögreglustjóri hóf athugun á nauðsyn þess að koma upp viðbúnaði lögreglu vegna mannfjöldastjórnunar. MYNDATEXTI Mælirinn fullur Lögreglumenn voru yfirleitt rólegir og yfirvegaðir á meðan mótmælin stóðu yfir. Þau breyttust í óeirðir aðfaranótt 22. janúar sl. og var fjöldanum þá dreift með táragasi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar