Álfabarn í hrauninu

Álfabarn í hrauninu

Kaupa Í körfu

Hvert og eitt álfabarn er handsaumað og engin tvö þeirra eins. Þessi álfabörn ruku út þegar þau voru afhent til ættleiðingar á Sjómannadaginn hjá okkur, segir Jóhanna Jakobsdóttir leirlistakona sem hefur staðið fyrir allsérstöku verkefni á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún starfar sem verkstjóri á vinnustofu heimilismanna. Þegar ég fékk þá hugmynd að láta þá búa til álfabörn þá datt mér í hug að hafa þetta samvinnuverkefni og hefur það gengið mjög vel, en við vorum að prófa slíkt í fyrsta sinn hér. Ég kom gróflega með hugmynd að dúkkunum og svo útfærðum við þetta saman. Til dæmis þróuðum við það saman hvernig klæðin ættu að vera og niðurstaðan var að stelpurnar væru í svipuðum kjólum og allar með bleiu en að strákarnir ættu að vera í buxum. MYNDATEXTI Kotroskin Þessi álfastelpa er kát og skemmtir sér vel í grjótinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar