Ólafur Pétursson 100 ára

Jónas Erlendsson

Ólafur Pétursson 100 ára

Kaupa Í körfu

ÆTLI heilsan sé ekki bara góð eftir aldri. Ég elda matinn í okkur en eiginkonan hjálpar mér stundum við að steikja kjöt og svoleiðis, segir Ólafur Pétursson á Giljum í Mýrdal sem fagnar 100 ára afmæli í dag. Eiginkona Ólafs, Þórunn Björnsdóttir, er 97 ára og bundin við hjólastól. Þau fá hjálp við þrif einu sinni í viku en að öðru leyti hugsa þau um sig sjálf þrátt fyrir sjóndepru. Við getum ekki lesið lengur. Það þjáir mann nú heldur, en við hlustum mikið á útvarp. Ég horfi lítið á sjónvarp. Ég þarf að fara alveg að því til að sjá en horfi ef mig langar mikið til, segir Ólafur. MYNDATEXTI Aldrei of seint Eiginkonan hjálpar mér stundum við að steikja kjöt og svoleiðis, segir Ólafur. Hann lærði að hella upp á kaffi og elda þegar eiginkona hans, Þórunn Björnsdóttir, veiktist fyrir tveimur árum. Nú hjálpast þau að.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar