Landsliðsæfing

Landsliðsæfing

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu skorar ekki hátt þessa dagana og síðustu tveir leikir liðsins hafa verið mikil vonbrigði í flesta staði. Ekki ætlaðist ég til að stig yrðu tekin af frábæru liði Hollands en spilamennska íslenska landsliðsins í þeim leik var ekki ásættanleg og heldur ekki í Skopje í fyrrakvöld þar sem Íslendingar töpuðu fyrir Makedóníu. Uppskeran eftir sjö leiki í undankeppninni er rýr í roðinu 4 stig, 1 sigur, 1 jafntefli og 5 töp og neðsta sætið gæti orðið hlutskiptið takist liðinu ekki að leggja Norðmenn að velli í lokaleik sínum í september og rífa sig upp úr lægðinni. Í síðustu undankeppni undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar var uppskera Íslands 8 stig í tólf leikjum, 2 sigrar, 2 jafntefli og 8 töp. Næstneðsta sæti riðilsins. MYNDATEXTI Bestur Gunnleifur Gunnleifsson hefur staðið uppúr í landsliðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar