Sumarstemning í Miðbænum. Torfi komið fyrir á Lækjartorgi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sumarstemning í Miðbænum. Torfi komið fyrir á Lækjartorgi

Kaupa Í körfu

HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri skemmti sér hið besta þegar hún ásamt borgarfulltrúum aðstoðaði við að leggja lokahönd á tyrfingu Lækjartorgs í gær. Tilefnið var upphaf verkefnisins Bjarta Reykjavík sem Reykjavíkurborg stendur fyrir í sumar. Hanna Birna sagði að með verkefninu vilji Reykjavíkurborg leggja áherslu á að borgarbúar fái notið miðborginnar. Þegar líða tekur á sumarið verða hinir ýmsu viðburðir í gangi sem tengjast Bjartri Reykjavík, m.a. verður Hljómalindarreiturinn á Laugaveginum gerður að fallegu torgi og þar verður starfræktur útimarkaður um helgar í sumar. Hljómskálinn mun öðlast nýtt hlutverk í sumar því þar verður opnuð veitingasala á þjóðhátíðardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar