Háskóli unga fólksins

Háskóli unga fólksins

Kaupa Í körfu

Leyndardómar læknisfræðinnar, stjörnuskoðun og sjónvarpsþáttagerð er aðeins brot af því sem um 300 nemar í Háskóla unga fólksins fengu að kynnast nú í vikunni. Í eina viku á hverju ári fær Háskóli Íslands annan svip, stressaðir háskólanemar á þrítugsaldri hafa flögrað út í sumarið en í stað þeirra koma fróðleiksfús ungmenni í tugatali. Reyndar var slegið aðsóknarmet þetta sumarið enda mörg og fjölbreytt námskeið í boði. Á milli námskeiða þar sem fróðleiksfýsninni hefur verið fullnægt, brugðu nemendurnir á leik á grænum flötum umhverfis háskólann. Þar var tekið í spil, sippað, spilaður fótbolti og farið í snú-snú svo fátt eitt sé nefnt. MYNDATEXTI Mettur magi Nauðsynlegt er háskólanema að fá holla og góða næringu og ekki skemmir fyrir að neyta hennar undir berum himni. Góða veðrið lék við nemendur í vikunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar