Húsið á Eyrarbakka

Helgi Bjarnason

Húsið á Eyrarbakka

Kaupa Í körfu

Byggðasafn Árnesinga safnar reynslusögum úr jarðskjálftunum og sýnir ásamt brotnum sýningargripum. Gestir eru áhugasamir. Áfallið sem safnið varð fyrir hefur orðið til að efla starfsemina. Reynslan er enn í fersku minni fólks, sögurnar eru sagðar af innlifun og hughrifin eru rík í huga Sunnlendinga. Tíminn hefur enn ekki meitlað sögurnar í tali eða skrifum fólks, segir Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Hún safnar reynslusögum frá stóra jarðskjálftanum fyrir ári og hefur sett upp á sýningu ásamt Lýð Pálssyni safnstjóra og Hildi Hákonardóttur. MYNDATEXTI Sannar sögur Reykháfurinn sem féll af íbúðarhúsi rithöfundarins Sjón á Eyrarbakka er til sýnis við Húsið á Eyrarbakka og þar er hægt að lesa skjálftasögu hans. Linda Ásdísardóttir og Lýður Pálsson safnverðir standa við brotin af reykháfnum. Inni í Húsinu eru sýndar reynslusögur úr skjálftunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar