Húsið á Eyrarbakka

Helgi Bjarnason

Húsið á Eyrarbakka

Kaupa Í körfu

Brotnaði tekanna sýslumanns einnig 1896? TEKANNA Steindórs Finnssonar sýslumanns í Oddgeirshólum, einn af merkustu gripum Byggðasafns Árnesinga, brotnaði í smátt í jarðskjálftunum í fyrra. Forverðir hafa verið að gera við hana og er kannan á ný til sýnis í Húsinu. Samskeytin sjást þó greinilega - og einnig gömul samskeyti sem sýna að hún hefur áður brotnað. Því er velt upp hvort það hafi gerst í jarðskjálftunum 1896. Tekanna Steindórs sýslumanns var einnig notuð sem púnskanna. Hún er sögð hafa verið komin í bú sýslumanns um aldamótin 1800 og hefur því lifað marga jarðskjálfta á Suðurlandi, stóra og smáa. MYNDATEXTI Sögulegt Það sést á te- og púnskönnu Steindórs sýslumanns að hún hefur mikla reynslu af jarðskjálftum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar