Sumar í Stykkishólmi

Gunnlaugur Auðunn Árnason

Sumar í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Hólmarar geta verið ánægðir með það að atvinnuleysi er ekki mikið í bænum. Á atvinnuleysiskrá eru 23 einstaklingar skráðir og eru nokkrir þeirra á bótum að hluta til. Þetta þýðir rúmlega 2% atvinnuleysi. Þessar tölur segja okkur að ekki er þörf að kvarta meðan ástandið helst svona gott. Grásleppuvertíðin í Stykkishólmi hófst 20. maí. Mikil fjölgun er á bátum sem stunda þessar veiðar. Gott verð á grásleppuhrognum freistar greinilega margra. Þrátt fyrir að fleiri bátar stundi veiðarnar og mun fleiri net séu í sjó hefur minna magn af hrognum verið landað til þessa miðað við sama tíma í fyrra. MYNDATEXTI Sumar Stykkishólmur laðar til sín margan ferðamanninn yfir sumarið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar