Ensími spila Kafbátatónlist á NASA

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ensími spila Kafbátatónlist á NASA

Kaupa Í körfu

Ensími startaði á fimmtudagskvöldið tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér? en þar eru þekktar hljómsveitir fengnar til þess að leika eina af vinsælli plötum sínum frá a til ö. Sveitin nýtti tækifærið og seldi diska sína á staðnum en fá eintök voru eftir hjá útgefanda. Salan tókst svo vel að öll eintökin af fyrstu tveimur plötum þeirra (Kafbátamúsík og BMX) seldust upp. Þar sem þetta var restin af lager Senu þá eru þessar plötur nú uppseldar hjá útgefanda og alls óvíst hvort eða hvenær þær verða útgefnar aftur. Hver segir svo að nostalgían borgi sig ekki?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar