Ensími spila Kafbátatónlist á NASA

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ensími spila Kafbátatónlist á NASA

Kaupa Í körfu

ÞAÐ gengu margir svekktir frá Nasa á fimmtudagskvöldið en óhætt er þó að fullyrða að það hafi einungis verið þeir sem ekki náðu miða á tónleika Ensími. Miðar kláruðust fyrr um daginn og aragrúi fólks er ætlaði að kaupa miða við dyrnar varð frá að hverfa. Ensími spilaði sig í gegnum alla Kafbátamúsík-plötuna við gífurlegan fögnuð aðdáenda sveitarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, mætti á sviðið og lék í fjórum lögum. Sveitin var svo klöppuð tvisvar sinnum upp og þá renndi sveitin í lög af hinum tveimur plötum sínum auk þess að spila eitt nýtt lag, Wasteband, er fékk ljúfar viðtökur. Samkvæmt heimildum blaðsins er sveitin langt komin með nýja plötu og því allar líkur á því að Ensími sé snúin aftur til frambúðar. MYNDATEXTI Ensími Platan Kafbátamúsík eldist óvenju vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar