Fylkir - Breiðablik

Fylkir - Breiðablik

Kaupa Í körfu

FYRIRLIÐI Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Valur Fannar Gíslason, verður seint sakaður um að vera markahrókur mikill, en hann leikur stöðu varnartengiliðs á miðjunni hjá Árbæjarliðinu. Áður en Íslandsmótið hófst í maí, hafði hann gert 11 mörk í 164 leikjum í efstu deild, sem þykir nú ekki sérlega mikið, jafnvel þó varnarsinnaður miðjumaður eigi í hlut. Valur Fannar hefur þó heldur betur verið á skotskónum í sumar, því að loknum sex umferðum er hann markahæstur í deildinni með fimm mörk, ásamt Alfreð Finnbogasyni hjá Breiðabliki. Hvernig tilfinning skyldi það nú vera? MYNDATEXTI Fimm Valur Fannar Gíslason í leiknum gegn Breiðabliki þar sem hann skoraði eitt mark og lagði annað upp í 3:1 sigri Fylkis. Hann er komin með 5 mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar