Fylkir - Breiðablik

Fylkir - Breiðablik

Kaupa Í körfu

FYRIRLIÐI Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Valur Fannar Gíslason, verður seint sakaður um að vera markahrókur mikill, en hann leikur stöðu varnartengiliðs á miðjunni hjá Árbæjarliðinu. Áður en Íslandsmótið hófst í maí, hafði hann gert 11 mörk í 164 leikjum í efstu deild, sem þykir nú ekki sérlega mikið, jafnvel þó varnarsinnaður miðjumaður eigi í hlut. Valur Fannar hefur þó heldur betur verið á skotskónum í sumar, því að loknum sex umferðum er hann markahæstur í deildinni með fimm mörk, ásamt Alfreð Finnbogasyni hjá Breiðabliki. Hvernig tilfinning skyldi það nú vera? MYNDATEXTI Mark Valur Fannar Gíslason fagnar einu marka sinna ásamt Pape Mamadou Faye og Ingimundi Níels Óskarssyni, félögum sínum í Fylkisliðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar