Eva Joly

Eva Joly

Kaupa Í körfu

Lífið er alltaf svo skrýtið eftir á. Við hugsum kannski ekki um það dags daglega, en frá því í haust höfum við ekki botnað í okkar fyrra lífi og kannski ekki síður lífi sumra annarra, sem nú hafa leikið okkur svo grátt að við vitum í raun og veru ekki hvað og hverjum við skuldum þær stóru fjárhæðir, sem valsa um í fjölmiðlum eins og þær séu risaeðlur í Júragarðinum Íslandi. Það var hins vegar eftirlætissetning þeirra sem áður vildu ekki persónugera vandann að auðvelt væri að vera vitur eftir á og heyrðist hún svo oft að maður var farinn að halda að það væri mjög erfitt að vera vitur í núinu og hvað þá að hugsa viturlega til framtíðar. MYNDATEXTI Tortryggileg? Eva Joly varaði við því að reynt yrði að gera rannsakendur tortryggilega og það gerðist um leið og hún nefndi að að sennilega hefðu afbrot verið framin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar