Safnarinn - Bragi Guðlaugsson

Einar Falur Ingólfsson

Safnarinn - Bragi Guðlaugsson

Kaupa Í körfu

Ég hef bæði safnað verkum eftir lifandi og látna myndlistarmenn en hef meira verið í eldri verkum, segir Bragi Guðlaugsson veggfóðrarameistari, sem hefur um árabil verið einn af ástríðufyllstu söfnurum myndlistar hér á landi. Ég er þó að færa mig yfir í yngri listamenn með, segir hann og bendir á myndir eftir Helga Þorgils Friðjónsson, Eggert Pétursson, Húbert Nóa og Georg Guðna. MYNDATEXTI Heimili safnarans Bragi Guðlaugsson situr við stofuvegg sem þakinn er olíumálverkum íslenskra meistara. Í efstu röð eru fjórar myndir eftir Þorvald Skúlason. Sú fyrsta frá 1950, þá mynd máluð í Húsafelli 1941, sú næsta var bakhlið myndarinnar lengst til hægri, en þær málaði Þorvaldur um 1940. Á milli þeirra er Draumalandslag eftir Kjarval. Lengst til vinstri í miðröðinni er málvek eftir Kristján Davíðsson frá því um 1947, þá mynd eftir Nínu Tryggvadóttur frá um 1967, Gísli Jónsson málaði Reykjavíkurmyndina um 1910, og þá koma tvö málverk eftir Þórarinn B. Þorláksson: Úr Fljótshlíð, 1902, og Fra utkanten av Reykjavík, frá 1908. Í neðstu röð eru tvö verk eftir Þorvald, kyrralífsmyndir málaðar 1940 og 1936, og mynd eftir Gunnlaug Scheving af löndun í Grindavík. Á gólfinu eru andlitsmynd að austan eftir Kjarval, teiknuð á Seyðisfirði í október 1927, og málverk Gunnlaugs Scheving af sjómanni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar