Listaverk Guðrúnar Gunnarsdóttur

Jakob Fannar Sigurðsson

Listaverk Guðrúnar Gunnarsdóttur

Kaupa Í körfu

Það er einstaklega létt yfirbragð yfir sýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur sem stendur nú yfir í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni. Guðrún vinnur eins og kunnugt er með grunneiginleika veflistarinnar, þræði hverskonar og þrívíddarteikningar með vír. Örgrannur, svartur eða grænn blómavír er undinn, knipplaður og puttaprjónaður í mynstur sem minna á villigróður, þyrnigerði eða flækjur. Þykkari blýgrár bindivír er notaður í syrpu minni verka sem hafa fengið titilinn Hnyklahnoð og lýsa innsetningunni ágætlega. Hnyklar þessir og verk Guðrúnar almennt virðast á mörkum náttúru og menningar, verk sem virðast hafa vaxið fram ósjálfrátt og án ábyrgðar. Á vegg sem blasir við gluggum rýmisins eru staðsett smærri og afmarkaðri verk með óvæntum efniviði á borð við trjágreinar, hrosshár, gúmmí og rafmagnsvíra. Þessi verk bera með sér annan blæ en víraverkin og snerta óneitanlega á hugmyndum um nornagaldur og töfragripi. MYNDATEXTI Töfragjörningar Listaverk Guðrúnar Gunnarsdóttur sem eru til sýnis í Gallerí Ágúst fram til 27. júní.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar