Nauthólsvík

Jakob Fannar Sigurðsson

Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Ylströndin í Nauthólsvík var tekin í notkun sumarið 2000 eftir að reistir höfðu verið voldugir sjóvarnargarðar og inn fyrir þá dælt skeljasandi úr Hvalfirðinum. Innan garðanna er lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt og minna þá aðstæður oft á strendurnar við Miðjarðarhafið. Það koma að meðaltali um 120.000 gestir á Ylströndina á hverju ári sem ýmist leggjast í sólböð, stunda sjóböð, fara í sandkastalakeppni, spila strandblak eða fara í annars konar strandleiki. Sömu reglur gilda á Ylströndinni og í sundlaugunum en þar þurfa börn yngri en átta ára að vera í fylgd með fullorðnum. Árni Jónsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar, sagði okkur frá því sem hægt er að gera á ströndinni og auk þess laumaði hann nokkrum fróðleiksmolum með. MYNDATEXTI Sandkastalar Þeir Smári og Sölvi voru með skátafélaginu sínu, Ægisbúum, á Ylströndinni. Þeir réðust í það mikla verkefni að búa til virki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar