Mikill ís á Jökulsárlóni

Mikill ís á Jökulsárlóni

Kaupa Í körfu

Í JÖKULSÁRLÓNI er nú krökkt af ísjökum og er það vegna framhlaups í Breiðamerkurjökli. Hlaup af þessu tagi eru þekkt í vissum jöklum en langt er síðan að framhlaup varð í Breiðamerkurjökli. Með auknum fjölda ísjaka hefur lónið stækkað umtalsvert undanfarið. Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Ríkis Vatnajökuls, segist ekki kannast við að svo mikið af jökum hafi áður verið í lóninu. Það er alveg ótrúleg upplifun að sjá þetta, segir Rósa en svo mikill ís var í lóninu á tímabili að erfitt reyndist að sigla þar með ferðamenn. Hún segir að nú hafi þó losnað um og hægt sé að fara um lónið og njóta náttúrufegurðarinnar í návígi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar