Eva Joly

Eva Joly

Kaupa Í körfu

Eva Joly var í áhugaverðu viðtali við Þóru Arnórsdóttur í Kastljósi á miðvikudagskvöldið. Eva sagði að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari yrði að víkja, því hann væri einfaldlega vanhæfur, þar sem sonur hans er forstjóri eins þeirra fyrirtækja sem óumflýjanlega koma til rannsóknar. Eva benti á að þótt Valtýr væri heiðarlegasti maður sem um getur, væri hann samt sem áður vanhæfur. Hann yrði einfaldlega að fara frá, vegna þessara tengsla. Eva sagði jafnframt að embætti sérstaks saksóknara væri í fjársvelti, ráða þyrfti fleiri lögfræðinga, endurskoðendur og saksóknara að embættinu, til þess að starf embættisins skilaði þeim árangri sem vænst er. MYNDATEXTI Töffari Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, er grjótharður nagli og töffari, sem gefur ekkert eftir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar