Vegaframkvæmdir við Djúpavog

Vegaframkvæmdir við Djúpavog

Kaupa Í körfu

UM þessar mundir vinnur Háfell hf. að vegaframkvæmdum á þjóðveginum í Hamarsfirði rétt sunnan við Djúpavog. Þar hamast menn við. Einungis vantar 3,3 kílómetra upp á að unnt sé að aka á malbiki milli Djúpavogs og Reykjavíkur, en svo verður þegar framkvæmdum lýkur á haustdögum. Þá verður hægt að aka á slitlögðum vegi hringinn í kringum landið, sé farin leiðin um sunnanverða Austfirði, nema hvað enn á eftir að byggja upp og bæta örstuttan kafla í Berufjarðarbotni. Auk þess eru ýmsar stórar framkvæmdir í vegagerð á Austurlandi þetta árið, að sögn Einars Þorvarðarsonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi. Þar bera hæst framkvæmdir á Vopnafjarðarheiði og á Hólmahálsi við Eskifjörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar