Víkingahátíð í Hafnarfirði

Víkingahátíð í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

VÍKINGAR prýða Hafnarfjörð um þessar mundir, því nú stendur yfir elsta víkingahátíð landsins. Henni lýkur ekki fyrr en 17. júní. Hátíðin hefur verið haldin síðustu 14 ár og mættu fjölmargir nú og fylgdust með bardögum, kraftajötnum og amstri víkinganna. Þetta er hápunktur sumarsins, segir Birna Rut Viðarsdóttir, þjónn á Fjörukránni. Hún bíður spennt eftir að víkingamarkaðurinn verði opnaður aftur á þriðjudaginn og hyggst skella sér á dansleik um kvöldið. Má væntanlega sjá víkinga frá mörgum löndum stíga þar dans. Margt fólk sótti hátíðina, sérstaklega í gær, sunnudag. Síðustu forvöð að sjá víkingana er á þjóðhátíðardaginn, en klukkan hálf átta um kvöldið er lokablót að hætti þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar