Elín Sigurðardóttir

Jón Sigurðsson

Elín Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hóf sumarstarfsemi sína í byrjun mánaðarins. Nú eins og jafnan áður verður í gangi sýning á safninu sem nú ber heitið Hring eftir hring. Um er að ræða verk þriggja kvenna, Rósu Helgadóttur, Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Kristveigar Halldórsdóttur. Við opnun safnsins kynnti Elín S. Sigurðardóttir forstöðumaður safnsins endurútgáfu á bókinni Vefnaður á íslenskum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar eftir Halldóru Bjarnadóttur. Bókin var upphaflega gefin út árið 1966 og hefur verið ófáanleg um langa hríð. Safnið verður opið alla daga í sumar frá kl. 10-17 fram til 31. ágúst. MYNDATEXTI Bók kynnt Elín Sigurðardóttir við eitt verka Rósu Helgadóttur á safninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar