Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði.

Albert Kemp

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði.

Kaupa Í körfu

Fáskrúðsfjörður | Um 800 tonnum af síld og makríl var landað á föstudag úr Hoffelli SU 80 hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Um 65% aflans er makríll en afgangurinn er síld úr norsk-íslensku sumargotsíldinni. Hluti makrílsins er hausskorinn og frystur hjá fyrirtækinu og ber Eva María Karvelsdóttir sig fagmannlega að við hausskurðinn. Hoffellið fór til veiða eftir sjómannadag, en áður hafði það landað tæplega 1.000 tonnum af síld og makríl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar