Norðurlandamót unglinga í frjálsum íþróttum

Norðurlandamót unglinga í frjálsum íþróttum

Kaupa Í körfu

Helga Margrét bætti eigið Íslandsmet og varð Norðurlandameistari. Helga setti sér markmið fyrir sumarið: Ná 5.650 stigum, er nú þegar búin að ná 5.721. Helga varð jafnframt Norðurlandameistari í sjöþraut 18-19 ára og sigraði með talsverðum yfirburðum. Næst henni kom Sabina Winqvist frá Svíþjóð með 4.928 stig. Katrine Haarklau frá Noregi varð þriðja með 4.872 stig en allar eru þær fæddar árið 1991 og eru því á yngra ári í þessum flokki. Er þetta í annað skipti sem Helga setur Íslandsmet í sjöþraut fullorðinna, en áður var ÍR-ingurinn Kristín Birna Ólafsdóttir Íslandsmethafi í greininni frá árinu 2006. MYNDATEXTI Fjölhæf. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Íslandsmethafi í sjöþraut og Norðurlandameistari segir árangurinn hafa verið framar vonum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar